Íþrótta- og leikjanámskeið knd. Sindra 2022

Knattspyrnudeild Sindra býður uppá þrjú Íþrótta- og leikjanámskeið sumarið 2021.

Fyrstu tvö námskeiðin munu standa yfir í tvær vikur hvort og munu vera frá kl. 09:00 – 12:00. Boðið verður uppá gæslu milli 08:00 – 09:00 (Kátakot).

Þriðja og síðasta námskeiðið verður í ágúst og mun einnig standa til boða fyrir börn fædd árið 2016, það verður auglýst síðar.

(Veittur er 20% afsláttur á seinna námskeið ef skráð er á bæði og einnig er veittur 20% systkinaafsláttur)

Umsjónarmaður leikjanámskeiðsins verður Erlendur Rafkell Svansson og dagskráin kemur í lok þessarar viku.

Skráning fer fram í Nóra.