Lokahóf fimleikadeildar Sindra

  • Post category:Fréttir

Fimleikahópur 2019Fimleikadeild Sindra ætlar að halda lokahóf í dag þriðjudag, 21.maí í Mánagarði klukkan 18:00. Við ætlum að hafa sýningu ásamt því að veita viðurkenningar. Síðan verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta félagann, mestu framfarir í hverjum keppnishóp, besta liðið og fimleikamaður Sindra.
Iðkendur frá 1.bekk og upp í framhaldsskóla sýna stökk. Við vonumst til að sjá sem flesta til að mynda góða stemmingu og sjá okkar frábæra fimleikafólk sína sín stökk.