Lokahóf 2. flokks og meistaraflokka Sindra

  • Post category:Knattspyrna

Síðastliðinn laugardag fór fram lokahóf 2. flokks karla og meistaraflokka Sindra í knattspyrnu í Nýheimum. Boðið var upp á kökur og með því ásamt því að verðlaun voru veitt fyrir sumarið. Eftir verðlaunaafhendinguna flutti Óli Stefán yfirþjálfari nokkur þakkarorð en eins og flestir vita þá hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari Sindra.

Veitt voru verðlaun og viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:

2. flokkur karla

  • Bestur: Þorlákur Helgi Pálmason
  • Mestu framfarir: Felix Gíslason
  • Mikilvægastur: Ívar Valgeirsson

Meistaraflokkur kvenna

  • Best: Kristey Lilja Valgeirsdóttir
  • Mikilvægust: Guðrún Kristín Stefánsdóttir
  • Efnilegust: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
  • Mestu framfarir: Ingibjörg Valgeirsdóttir

Meistaflokkur karla

  • Bestur: Hilmar Þór Kárason
  • Mikilvægastur: Einar Smári Þorsteinsson
  • Mestu framfarir: Mirza Hasecic
  • Efnilegastur: Ingvi Þór Sigurðsson

Viðurkenningar

  • 100 meistaraflokksleikir: Valdís Ósk Sigurðardóttir og Þorsteinn Roy Jóhannsson
  • Fyrsti meistaraflokksleikur: Auðun Helgason, Tómas Leó Ásgeirsson, Rodrigo Mateo, Daniel Gomez, Kenan Turudija, Adisa Mesotovic, Patrycja Rutkowska, Urska Pavlec, Ólöf María Arnarsdóttir, Hildur Ósk Hansdóttir Christensen.

Myndir munu koma á myndasíðu deildarinnar innan tíðar.