Landsliðsþjálfarar í heimsókn hjá Sindra

  • Post category:Fréttir
 
Þann 12. desember síðastliðin fengu leikmenn í yngri flokkum Sindra í knattspyrnu, skemmtilega heimsókn þegar þau Magnús Örn Helgason þjálfari U17 ára landsliðs kvenna og Margrét Magnúsdóttir þjálfari U19 landsliðsins mættu á Hornafjörð. Þau Magnús og Margrét stýrðu æfingu hjá góðum hópi stráka og stelpna í 3. og 4. flokki og héldu svo fyrirlestur fyrir krakkana í Heklu.
 
Magnús Örn var ánægður með heimsókninaog hafði þetta að segja:
Við höfðum mikla ánægju af því að hitta Sindrakrakkana og þjálfara þeirra. Það er ekki einfalt mál að æfa fótbolta á Höfn enda sveitarfélagið ekki fjölmennt og langt að fara til að spila leiki. En það er alveg ljóst að knattspyrnudeild Sindra einblínir á styrkleika fremur en veikleika og strákum og stelpum í félaginu er boðið upp á metnaðarfulla þjálfun og góða þjónustu. Krakkarnir stóðu sig vel á æfingunni og mikil eining virtist vera innan hópsins þrátt fyrir að hann væri blandaður úr 3. og 4. flokki.
 
Knattspyrnudeild Sindra er stolt af sínu starfi og þakklát fyrir að iðkendur fái tækifæri sem þessi.
Við viljum þakka KSÍ, Magnúsi og Margréti fyrir komuna og öllum þeim krökkum sem voru til fyrirmyndar fyrir félagið sitt!
 
Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 kvenna í knattspyrnu.
Magnús Örn Helgason, þjálfari U17 kvenna í knattspyrnu.
Iðkendur Sindra á æfingu með þjálfurum U17 og U19 kvenna í knattspyrnu.