Þakklæti

  • Post category:Fréttir

Kristján Guðnason formaður Sindra var ánægður með helgina og honum voru þakklæti efst í huga.

“Fyrir hönd knattspyrnudeildar Sindra langar mig að þakka öllum þeim sem komu að knattspyrnuskóla Sindra um helgina með einum eða öðrum hætti, og ekki síst þeim gestum sem sóttu okkur heim. Þessi helgi tókst í alla staði mjög vel og vonandi tekst okkur að gera þetta að árlegum viðburði, það eru forrétindi að að fá að taka þátt í svona verkefni og vinna með öllu þessu frábæra unga fólki sem við eigum. Takk.”