Íþróttamaður ársins í háskólaboltanum

Sindramaðurinn Mirza Hasecic var valinn íþróttamaður ársins í háskólanum sínum, Maryville sem er staðsett í Town and Country, Missouri. Mirza er hefur verið í Bandaríkjunum sl. 4 ár í Háskólaboltanum.

Mirza  lenti á sínu fyrsta ári í erfiðum meiðslum. Hann sleit krossbönd og eftir góða endurhæfingu var hann ekki lengi að stimpla sig aftur inn í liðið.

Árið 2020 skoraði strákurinn 12 mörk og var með 3 stoðsendingar í 16 leikjum, fyrsta árið eftir meiðslin. Hann var valinn í lið ársins og var markahæsti leikmaðurinn í öllum deildum háskólaboltans. Árið 2021 skoraði Mirza 7 mörk og var með 2 stoðsendingar í 18 leikjum.

Mirza útskrifaðist nú á dögunum en ætlar að halda áfram í skólanum og klára masters nám sem byrjar í ágúst á þessu ári.

Hann hlaut ótal viðurkenningar fyrir framlag sitt í liðinu eins og sjá má hér: All-GLVC First Team 2022 * CoSIDA Academic All-District Team 2022 * D2CCA All-Midwest First Team 2022 * United Soccer Coaches All-Midwest First Team 2022 * United Soccer Coaches Scholar All-America Team 2022 * All-GLVC First Team 2021 * United Soccer Coaches Scholar All-Region Team 2021 * CoSIDA Academic All-District and All-American Team 2021 * Awarded the Player of Distinction honor 2021.

Háskólalífið hefur svo sannarlega verið frábært hjá okkar manni og það má með sanni segja að Mirza sé góð fyrirmynd ungra knattspyrnumanna! Það er mikill heiður fyrir okkur í Sveitarfélaginu Hornafirði og hjá knattspyrnudeild Sindra að við eigum stóran þátt í uppvexti þessa frábæra knattspyrnumanns.

Mirza með viðurkenninguna
Mirza í leik með Maryville