íFormi

  • Post category:Fréttir

íFormi mótið verður haldið laugardaginn 2. október. Keppt verður í fjölbreyttum íþróttum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. íFormi er fyrir einstaklinga 35 ára og eldri, og er miðað við fæðingaár. Þáttökugjald er 2500kr í mótið og geta keppendur tekið þátt í eins mörgum greinum og þeir treysta sér til. Hér fyrir neðan kemur dagskrá fyrir mótið og upplýsingar fyrir skráningu.

08:00 Golf
Spilaðar verða 18 holur á Silfurnesvelli. Skráning fer fram í gegnum golfbox. Einnig er hægt að senda tölvupóst til að skrá sig.

10:00 Hlaupið fyrir Horn
Hlaupið er frá Papós og að Litla Horni. Vegalengdin er 10km. Reynt verður að sameina í bíla til að flytja keppendur frá Litla Horni.

12:00 4 á 4 fótboltamót
Keppt verður 4 á 4 á battavellinum við hliðin á íþróttahúsinu. Við hvetjum keppendur til að búa til lið. Annars er hægt að skrá sig og greinarstjóri finnur lið fyrir viðkomandi.

13:00 3 á 3 körfuboltamót
Keppt verður 3 á 3 inn í íþróttahúsinu. Við hvetjum keppendur til að búa til lið. Annars er hægt að skrá sig og greinarstjóri finnur lið fyrir viðkomandi.

14:00 Sund
Keppnisgreinar verða auglýstar síðar.

15:00 Frjálsaríþróttir
Keppt verður í 100m, kúluvarpi, langstökki og boðhlaupi. Keppnin fer fram á íþróttasvæðinu.

16:00 Badminton
Keppt verður í einliðaleik.

Ennþá er hægt að bæta við keppnisgreinum. Ef einhvern hefur áhuga á að taka að sér og sjá um keppnisgrein er það minnsta mál að hafa samband við Jóhann Berg.

Keppendur ganga frá greiðslu í gegnum Nóra, https://hornafjordur.felog.is/. Skráning í keppnisgreinar skal senda á johannbergur@umfsindri.is, fram þarf að koma nafn og greinar sem á að keppa í.