UMF Sindri sendi tvö lið til þáttöku á ReyCup í ár. ReyCup er alþjólegt mót sem Þróttur Reykjavík heldur ár hvert í Laugardalnum. Í ár tóku um 116 lið þátt í tveimur aldursflokkum.
Fyrir hönd Sindra fóru 4 flokkur kvenna og 4 flokkur karla. Mótið er spilað frá fimmtudegi til sunnudags. Bæði lið stóðu mjög vel og voru félaginu til sóma innan vallar sem utann.
4 flokkur karla vann sinn riðil og spiluðu á endanum um 3 sæti og unnu þeir Selfoss 2 -1 og tóku bronsið með sér heim.
4 flokkur kvenna líkt og strákarnir unnu sína riðla, en þær spiluðu í tveimur riðlum. Á endanum spiluðu stelpurnar um 1 sæti í móti og mættu þar KA frá Akureyri og unnu þær leikinn 2 – 1 og sigur í mótinu.