Keyrslumót fimleikadeildar 12. nóvember nk.

  • Post category:Fréttir

Keyrslumót Fimleikadeildar 2019

Nú eru iðkendur hjá fimleikadeild Sindra að undirbúa sig fyrir Haustmót í hópfimleikum. Að þessu sinni verða 4 lið sem keppa á haustmótinu. Til að undirbúa iðkendur fyrir keppnina ætlum við að halda keyrslumót og það væri ótrúlega gaman og hvetjandi fyrir iðkendur að fá sem flesta til að koma og horfa á. Einnig ætlum við að leyfa 3.bekkjar iðkendum að keppa á mótinu en eftir áramót mega þau fara að keppa á mótum á vegum fimleikasambandsins. Keyrslumótið er næsta þriðjudag frá 17:15 til 18:00. Vonandi sjáum við sem flesta!