Close

maí 20, 2019

Dósasöfnunin flytur um set.

gámarMeð tilkomu Heklu, nýja félagsheimili Sindra hefur verið ákveðið að dósasöfnunin verður ekki lengur fyrir framað Íþróttahúsið, heldur verður hægt að setja dósirnar í söfnunarílát við hliðina á Heklu að Hafnarbraut 15.

Ungmennafélagið Sindri vill þakka öllum sem hafa stutt við félagið með þessum hætti og vill minna á að þetta er stór þáttur í að fjármögnun félagsins og vonast til að fólk haldi áfram að styðja við félagið á nýjum stað.

 

Áfram Sindri!

maí 20, 2019