Dansað fyrir Duchenne í Bárunni á fimmtudaginn

  • Post category:Fréttir

Komið þið sæl öllsömul, okkur Ægi datt í hug að hafa samband við allar deildir Sindra og athuga hvort þið gætuð fengið iðkendur í deildunum til að mæta í Báruna að gera föstudags fjör dans myndband með okkur Ægi næsta fimmtudag þann 16 desember kl 17.30. Það væri frábært ef þeir sem eiga Duchenne bol myndu mæta í honum en annars bara Sindragallanum, einnig er tilvalið að hafa jólahúfu. Það væri æðislegt að fá einhver svör um mætingu ef þið getið spurt krakkana og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta svo þetta verði alveg risastórt jóla-gleði-dansmyndband. Ég vona að þið hvetjið krakkana til að mæta og þetta gæti þá orðið frábært hópefli líka, krakkarnir fá tækifæri til að leggja góðu málefni lið fyrir jólin.
Með fyrirfram þökk og kærleik
Hulda Björk

UMF. Sindri hvetur alla krakka til að mæta á fimmtudaginn og búa til flott Desmeber dansvideo.