Bogfiminámskeið á Höfn

  • Post category:Fréttir

bogfimi

Bogfiminámskeið verða haldin á Höfn 31 júlí 1 ágúst og fram yfir Verslunarmannahelgina ef áhugi er í samstarfi við Ungmennasambandið Úlfljótur. Nú þegar hafa nokkrir skráð sig.
Námskeiðin verða haldin í eða við Báruna. Hvert námskeið er 4 klst og komast 4 á hvert námskeið. Stefnt er að fyrsta námskeiðið verði Miðvikudaginn 31 júlí kl 13 til 17 og svo strax í framhaldi námskeið nr 2 17-21 svo á fimmtudeginum 1 ágúst 10 til 14 og kl 14 til 18. Ef eftirfarandi tímar henta ekki þá er ekkert mál að skoða það. Verð á Höfn fram á mánudag.

Námskeiðið kostar 10þ kr á mann en ef það eru fjölskyldumeðlimir eins og systkini eða foreldri og barn þá er verðið 8000 kr á mann
Hef reynt að miða við aldurstakmark 14 ára en ef einhver er með yngri einstakling með sér þá er ekkert mál að skoða það á staðnum. og finna einhverja lausn á því. Verð með ýmsa stærðir af bogum.
Hægt er að skrá sig hér

https://www.facebook.com/events/364577014159869/