Hertar Sóttvarnaraðgerðir

  • Post category:Fréttir

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða eru allar æfingar grunnskólabarna komnar í Páskafrí. 

Breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag, og verða næstu 3 vikurnar. 

Iðkendur og foreldrar eru beðnir um að fylgjast með hjá sínum flokkum eftir páska, hvernig fyrirkomulagið verður eins og með Zoom æfingar, heimaæfingar og sér æfingaprógrömm frá sínum þjálfara.

Í hnotskurn eru reglurnar eftirfarandi:

• Almennar fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr.
• Sund- og baðstaðir verða lokaðir.
• Heilsu- og líkamsræktarstöðvar verða lokaðar.
• Íþróttir barna og fullorðinna, þar með taldar æfingar og keppni innan- eða utandyra, sem krefjast meiri nálægðar en tveggja metra á milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.

Ungmennafélagið Sindri hvetur alla til að fylgja reglunum en halda samt áfram að hreyfa sig, bæði heima og úti, sérstaklega núna þegar sól fer hækkandi.