Saga Unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966

  • Post category:Fréttir

Ungmennafélagið Sindri fagnar tímamótum innan félagsins þar sem Saga Sindra fyrsta bindi er útgefið. Höfundur bókarinnar er Arnþór Gunnarsson og mun hann kynna bókina á rithöfundakvöldi Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20:00-22:00. Þá mun félagið halda formlegt útgáfu teiti viku seinna eða fimmtudaginn 1. desember sem er afmælisdagur félagsins. Fögnuðurinn hefst kl. 17:00-19:00 og verður í félagsheimilinu Heklu að Hafnarbraut 15. Vonumst við til þess að sjá sem flest Sindrafólk á báðum viðburðum til þess að fagna þessum merka áfanga með okkur. Áfram Sindri!

 

Stofnun Ungmennafélagsins Sindra var mikil lyftistöng fyrir félagslíf ungs fólks á Höfn í Hornafirði. Saga félagsins ber vott um drifkraft og áræðni, það efndi til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í tvo vetur. Einnig reistu félagsmenn fyrsta samkomuhúsið á Höfn.