Bikarleikur hjá mfl. kk og stuðningsmannakvöld mfl. kvk

Þriðjudaginn 24. maí leikur mfl. karla við efstu deildar lið ÍA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Sindravöllum kl. 18:00. Í fyrra fór lið Skagamanna alla leið í úrslit gegn Víking Reykjavík. Víkingar slógu einmitt Sindramenn út úr bikarnum með 3-0 sigri í Fossvoginum sl. sumar.

Fyrir leik verða grillaðir hamborgarar við sjoppuna á Sindravöllum og heyrst hefur að stuðningsmannasveit Berta bæjó verði klár með trommurnar og láti vel í sér heyra á meðan leik stendur! Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta í rauðu og vera tímanlega á vellinum. 

Miðvikudaginn 25. maí verður svo stuðningsmannakvöld mfl. kvenna í Heklu kl. 20:00. Þar fara þjálfarar yfir undirbúning, markmið og áherslur liðsins. Það verður einnig skrifað undir samninga við styrktaraðila, sindrasöngurinn tekinn og léttar veitingar. Við hvetjum alla til að eiga góða kvöldstund með meistaraflokki kvenna í Heklu. Aðgangseyrir 2000 kr.