Aukaæfingar á föstudögum

Cober og Óli Stefán eru með aukaæfingar á föstudags morgnum kl 06.30. Æfingarnar byrja á því að Kristján Guðnason býður uppá hafragraut og lýsi og síðan er æft í ca. klukkustund.  Hingað til hafa verið að mæta um 30 leikmenn alveg  frá 13 ára unglingum og uppí leikmenn sem eru í meistaraflokki.

Næsta föstudag (14.mars) verður farið í spyrnur og skot. Þeir sem vilja bæta þennan þátt hjá sér eru því hvattir til að mæta.

Yfirþjálfari