Auðun Helgason nýr þjálfari Sindra

Auðun Helgason hefur verið ráðinn þjálfari Sindra í meistaraflokki karla en skrifað var undir samning þess efnis í dag, og er samningurinn til tveggja ára. Hinn nýráðni þjálfari og stjórn eru spennt fyrir komandi mánuðum og telur stjórn knattspyrnudeildar Sindra að stigið hafi verið skref í rétta átt að þeim markmiðum sem liðið stefnir að með ráðningu Auðuns.

Auðunog kirstjan1
Auðun skrifar undir saming

Auðun Helgason er ekki ókunnur þjálfun en hann var aðstoðarþjálfari Fram á síðasta ári eftir að Ríkharður Daðason tók við liðinu en áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari hjá Selfyssingum 2011 og 2012. Einnig hefur Auðun leikið með liðum hér á landi sem og í Sviss, Belgíu og á Norðurlöndunum. Á síðasta tímabili spilaði Auðun sjö leiki fyrir Sindra.

Umf. Sindri býður Auðun velkominn til starfa.

Auðunog kirstjan2
Kristján Guðnason, formaður Sindra og Auðun Helgason, þjálfari Sindra