Knattspyrnudeild skrifar undir samning við Íslenska Gámafélagið

  • Post category:Fréttir

Gámafélagið

Í síðasta mánuði skrifuðu knattspyrnudeild Sindra og Íslenska Gámafélagið undir samstarfssamning til tveggja ára. Íslenska Gámafélagið bættist því í hóp góðra fyrirtækja sem styrkja knd. Sindra. Knattspyrnudeild Sindra er himinlifandi yfir þessum samningi sem setur ramma utan um gott samstarf sem deildin hefur átt við Íslenska Gámafélagið, en félagið hefur stutt vel við bakið á Knattspyrnudeild Sindra á undanförum misserum. Á meðfylgjandi mynd eru Jóna Benný Kristjánsdóttir gjaldkeri knattspyrnudeildar og Einar Jóhann Sigurðsson verkstjóri hjá Íslenska Gámafélaginu á Höfn í Hornafirði við undirritun samningsins. #viðerumíliðiSindra