Alexandre og Benóný á KSÍ V

  • Post category:Knattspyrna

tveir samanAlexandre Fernadez Massot, þjálfari 4. og 3. flokks karla og kvenna  ásamt  Benóný yfirþjálfara Yngri flokka í knattspyrnu hafa nú lokið fimmta stigi þjálfunarmenntunar frá KSÍ.

Námskeiðið bar yfirskriftina “Þjálfun afreksæsku og meistaraflokks” .

KSÍ V er eitt skref í áttina að UEFA A þjálfaragráðu sem er sú hæðsta sem möguleiki er að ná á Íslandi.

Tenging Sindra við þetta námskeið jókst þegar Óli Stefán steig í pontu og hélt sinn fyrirlestur um þjálfarateymi. Hvernig á að nýta fólkið í kringum sig til að lyfta félaginu á næsta stig.
Einnig var farið yfir:

-Næringu og fæðubótefni með Elísu Viðarsdóttur, landsliðskonu og næringafræðings
-Lyf og lyfjamisnotkun með Reyni Björnsyni, læknir landsliðsins
-Þjálfun markvarða með Guðmundi Hreiðarsyni, markmannþjálfara landsliðsins
-Uppbyggingu liðs með Krisjáni Guðmundsyni, þjálfara Stjörnunar í kvennaboltanum
-Þjálfaraforrit með Ásmundi Haraldsyni, aðstoðarþjálfara FH í karla boltanum og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins
-Knattspyrnulögin og túlkun þeirra með Magnúsi Má Jónssyni, Dómarastjóra KSÍ
-Þjálfun með púlsklukkur með Kristjáni Ómari Björnsyni, þjálfara Hauka í karlaboltanum
-Mælingar í knattspyrnu með Janusi Guðlaugsyni, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrverandi afreksmaður í knattspyrnu
-Hagnýt skjúkraþjálfun með Friðrik Ellert Jónssyni, Sjúkraþjálfara landsliðsins.