Afrekskonufyrirlestur á laugardaginn

  • Post category:Fréttir

 

Hrafnhildur

Hrafnhildur Lúthersdóttir, landsliðskona, margfaldur Íslandsmeistari og ólympíufari í sundi, verður með fyrirlestur í Heppuskóla (gengið inn í íþróttahúsinu vallarmegin) laugardaginn 11. febrúar kl. 13:00 á vegum ungmennafélagsins Sindra. Allir þjálfarar, iðkendur, foreldrar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hlusta á  þessa frábæru afrekskonu í íþróttum. Fyrirlesturinn er öllum að kostnaðarlausu og því engin ástæða til annars en að láta sjá sig!