Æfingar falla niður þar til takmörkunum á skólahaldi fellur úr gildi

  • Post category:Fréttir

Ungmennafélagið Sindri mun fella niður allar æfingar samkvæmt tilmælum frá Yfirvöldum þar til takmörkun á skólahaldi fellur niður.

Er þetta gert með vísan í yfirlýsingu ÍSÍ og UMFÍ sem má skoða hér.

Einnig hafa komið afgerandi tilmæli frá sóttvarnarlækni þar sem stendur m.a.


Frá sóttvarnalækni – til áréttingar varðandi íþróttir fullorðinna:

Sóttvarnalæknir áréttar að í auglýsingum heilbrigðisráðherra um samkomubann og um takmarkanir á skólastarfi er fjallað um að nálægð einstaklinga verði ekki minni en tveir metrar ef því er við komið.

Einnig er ljóst að með vísan í leiðbeiningar um almennar sóttvarnaráðstafanir t.d. varðandi hreinlæti og smitleiðir að sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir. Þetta gildir til dæmis um bolta, dýnur, rimla, handlóð, skíðalyftur og ýmsan annan búnað til íþróttaiðkunar.

Því er augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa.

Sóttvarnalæknir beinir því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur varðandi börn og ungmenni, að tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.


Ungmennafélagið Sindri mun halda áfram að hvetja fólk til þess að hreyfa sig við þessar aðstæður, og stefnir að því að senda æfingar rafrænt til iðkenda til þess að æfa sig heima og hvetur foreldra sérstaklega til þess að taka þátt í æfingunum með iðkendum.

Áfram Ísland átak KSÍ

Dripl æfingar frá KKÍ