Æfingaleikur Sindri-Hamar

  • Post category:Fréttir

Um helgina lagði meistaraflokkur land undir fót og spilaði æfingaleik við Hamar í Akraneshöllinni. Leikurinn var þannig séð allan tímann í járnum en við komumst yfir eftir virkilega fallega sókn þar sem Atli Arnars og Hilmar spiluðu sig upp völlinn. Hilmar átti svo glæsilega sendingu inn á Jóhann Helga sem kláraði færið meistarlega með föstu skoti í fjærhornið 1-0.Hamarsmenn sóttu í sig veðrið og markið lá í loftinu sem svo endaði með jöfnunarmarki 1-1. Við svöruðum vel fyrir okkur því í næstu sókn sóttum við hratt og Hilmar Þór kláraði sóknina með góðu skoti fyrir utan teig 2-1. Áður en góður dómari leiksins (Steindór Sigurjónsson) flautaði til hálfleiks dæmdi hann á okkur víti.Jóhann Bergur lokaði vel á vítið sem endaði í stönginniog staðan í hálfleik 2-1.

Seinni hálfleikur var ekkert sérstaklega vel leikinn af okkar hálfu en við bökkuðum full aftarlega og þeir fengu mikinn tíma á boltann. Það var þó ekki fyrr en undir lokin að Veðurguðinn og þjálfari þeirra, Ingólfur Þórarinsson skoraði mark leiksins af um 20 metrum með vinsti í sammarann 2-2. Guðjón Bjarni Stefánsson fékk tvö frábær færi fyrir okkur til að klára leikinn en lokatölur 2-2.

Við höfum oft spilað betur en um helgina en fínt að tapa ekki þessum leikjum því þetta er mjögdýrmæt reynslasem ungu strákarnir okkar eru að fá. Í hópnum hjá okkur um helgina voru einungis þrír leikmenn sem ekki eru uppaldnir hjá Sindra.

Næsti leikur okkar verður gegn Víði Garði 7.febrúar í Reykjaneshöllinni kl 21.30