Yngri iðkendur kkd valdir í landsliðshópa!

  • Post category:Fréttir
Við erum afar stolt af því  að þrír Sindra drengir voru valdir í æfingahópa yngri landsliða KKÍ sem komu saman á milli jóla og nýárs. Þetta eru þeir Hilmar Óli Jóhannsson sem valinn var í U15, Kacper Ksepko sem valinn var í U16 og Birgir Leó Halldórsson sem valinn var í U18. Hilmar og Kacper æfa og keppa með 9. flokki Sindra og einnig eru þeir að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki karla í 1. deildinni. Birgir steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Sindra á síðasta tímabili en hefur síðan í september æft og keppt með spænska liðinu Zentro Basket í Madrid.
Við óskum þeim til hamingju með þennan flotta árangur!
Áfram Sindri ! #Viðerumíliðisindra