Æfa með u17 kvenna

Sigrún Salka HermannsdóttirIngibjörg Lucia RagnarsdóttirTvær stúlkur úr Sindra, þær Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir og Sigrún Salka Hermannsdóttir, hafa verið kallaðar inn á u17 ára landsliðsæfingar núna um helgina. Kallaður hefur verið saman  35 manna hópur þannig að stelpurnar eru komnar langt. Ekki er langt síðan María Selma Haseta spilaði með u19 ára liðinu en hún fór með þeim til Búlgaríu núna í haust og spilaði alla leikina. Þetta er mikil viðurkenning á starf okkar hjá Sindra og fyrir stelpurnar. Það er klárlega stefna okkar að fjölga þessum hóp því aðstæður okkar og metnaður er svo sannarlega fyrir hendi.