Í haust missti Sindri einn reynslumesta þjálfara sinn er hann ákvað að flytjast til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Vítabanann Hajrudin Cardaklija þekkja allir Hornfirðingar og þótt víða væri leitað. ,,Tjakki” eins og hann er alla jafnan kallaður fluttist til Íslands árið 1992 og skapaði sér fljótt nafn sem einn allra besti markaður Íslandsmótsins. Þegar Tjakki hætti sem spilandi þjálfari snéri hann sér alfarið að þjálfun. Á Hornafirði hefur hann þjálfað fjöldann allan af drengjum og stúlkum og er vart til sá knattspyrnumaður- eða kona yfir fermingaraldri sem ekki hefur verið á æfingum hjá Tjakka, og hver kannast ekki við rámu röddina sem getur hrætt líftóruna úr hörðustu knattspyrnumönnunum- og konum. Ungmennafélagið Sindri fékk Cardaklija til að svara nokkrum spurningum í aðventuspjallinu.
Hvenær byraðiru að æfa knattspyrnu og hefuru alltaf verið markmaður?
Ég byrjaði 14 ára gamall að æfa knattspyrnu og ávallt verið markmaður.
Hvað kom til að þú fluttir til Íslands?
Ég fékk boð um að koma og spila knattspyrnu með Breiðablik yfir eitt sumartímabil og vegna erfiðleika í heimalandi mínu ákvað ég og fjölskylda mín að vera eftir á Íslandi þegar tímabilinu lauk.
Hvenær var fyrsti meistaraflokksleikurinn og með hvaða liði var það?
Það var árið 1983 með félagsliðinu Pofalicki sem er staðsett í Sarajevo.
Hvaða manneskja hafði mest áhrif á þig sem knattspyrnumann?
Þjálfarinn minn í yngri flokkum, sem var meðal annars fyrsti þjálfarinn minn, Dzeko Hikmet hét hann.
Hvaða leikur stendur uppúr á ferlinum?
Fyrsti leikurinn minn sem atvinnumaður með Sarajevo sem var derby-leikur í heimalandinu gegn Zeljeznicar, en á þeim tíma var þetta Júgóslavíska úrvaldsdeildin.
Hvað kom til að þú ákvaðst að flytja til Hornafjarðar og spila með Sindra?
Ég var á samning hjá Leifri á Ólafsfirði og eftir tímabil ákváðu þeir að framlengja ekki samningnum og fékk ég þá tilboð frá Sindra til þess að koma og spila og þjálfa hjá þeim.
Geturu nefnt eitthvað skemmtilegt atvik í leik eða leikjum sem þú spilaðir fyrir Sindra?
Úrslitaleikur og vítaspyrnukeppni í umspili fyrir 2. deild í Bolungarvík árið 1998. Vítakeppnin stendur sérstaklega upp úr en við enduðum á að sigra hana en það eru mörg fleiri atvik og leikir sem stóðu upp úr eins og bikarleikir á móti ÍBV og Leiftri, og leikirnir í Íslandsmótinu á móti Breiðablik, FH, Val og framvegis.
Einhverjir eftirminnanlegir leikmenn sem þú spilaðir með eða á móti á ferlinum?
Margir frábærir leikmenn sérstaklega í fyrrum Júgóslavíu t.d. Davor Suker, Robert Prosinecki, Dejan Savicevic, Darko Pancev og fleiri leikmenn sem urðu Evrópumeistarar 1991. Á Íslandi eru það leikmenn eins og Eiður Smári Guðjónssen, Arnar Grétarsson og fleiri.
Núna er Cardaklija fluttur til Reykjavíkur á ný. Við hvað ertu að fást við í Reykjavík?
Ég er áfram í fótboltanum, að þjálfa meistaraflokk kvenna Fram og er einnig markmannsþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram og eru spennandi og krefjandi verkefni framundan.
Hvaða góðu ráð geturu gefið þeim sem núna eru að æfa knattspyrnu?
Æfa alltaf aukalega, vera alltaf með sett markmið og trúa alltaf á sjálfan sig.
Hvernig myndi drauma Sindraliðið þitt líta út af þeim leikmönnum sem þú hefur spilað með og þjálfað?
Markmaður: Denis Cardaklija
Miðverðir: Cober (Nihad Hasecic) og Ármann Smári Björnsson.
Hægri bakvörður: Hjalti Vignisson eða Jón Haukur Haraldsson.
Vinstri bakvörður: Goran Nikolic eða Július Freyr Valgeirsson.
Djúpir á miðju: Miralem Haseta og Björn Pálsson.
Fremstur á miðju: Frans Elvarsson.
Hægri kantur: Ejub Purisevic
Vinstri kantur: Almir Mesetovic.
Framherji: Hermann Stefánsson.
Denis Cardaklija
Nihad “Cober” Hasecic Ármann Smári Björnsson
Hjalti Vignisson (Jón Haukur) Goran Nikolic (Júlíus Freyr)
Miralem Haseta (Alex Freyr) Björn Pálsson
Frans Elvarsson
Ejub Purisevic Almir Mesetovic
Hermann Stefánsson
Varamannabekkur:
Maciej “Maja” Majewski
Gunnar Ingi Valgeirsson
Halldór Steinar Kristjánsson
Haukur Ingi Einarsson
Einar Smári Þorsteinsson
Pálmar Hreinsson
Samir Mesetovic
Þökkum við Cardaklija fyrir öll þau ár sem hann spilaði og þjálfari hjá Sindra. Megi honum vegna vel í nýju starfi hjá Fram.