Þjálfaraskipti hjá Meistaraflokki Karla

  • Post category:Fréttir

Stjórn Knattspyrnudeildar Sindra hefur ráðið Halldór Steinar Kristjánsson og Sindra Ragnarsson til að stýra meistaraflokki karla út tímabilið. Um leið lætur Ingvi Ingólfsson af störfum fyrir félagið.  Stjórnin þakkar Ingva fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni og býður þá Steinar og Sindra velkomna til starfa.

Fyrirspurnum um málið má beina til Hjalta Þórs Vignissonar á hjalti@sth.is og í síma 822 7950.