Aðalfundur UMF. Sindra

  • Post category:Fréttir

Aðalfundur UMF. Sindra var haldinn þann 25. febrúar síðastliðinn. Síðasta ár var óvenjulegt og má með sanni segja að það hafi verið áskorun fyrir allar deildir félagsins. Flestar deildir héldu uppi starfsemi þó að hún hafi verið með öðru sniði en venjulega og má þar nefna fjarfundaþjálfun, heimaæfingar og einstaklings æfingaáætlanir fyrir hvern og einn iðkanda. 

Rekstur deildana hefur tekið stakkaskiptum eftir nýjan samning við sveitarfélagið þar sem deildunum er tryggður fjárhagslegur stuðningur miða við iðkendafjölda. Einnig er í samningnum styrkur til deildanna til að sinna Afreksstarfi og sérstaklega fyrir aldurshópinn 16-25 ára. Á síðasta ári var einnig úthlutað afrakstrinum af unglingalandsmótinu 2019 og skýrir það að hluta til góða afkomu deildanna. 

Góður afrakstur deilanna hefur verið nýttur til að auka þjónustuna, og á þessu ári var gerður samningur við Haus Hugarþjálfun þar sem andlegi þáttur iðkenda er þjálfaður markvisst eins og líkamlegi þátturinn. Deildirnar hafa verið í auknu mæli að ráða til sín styrkþjálfara, nýta sér greiningartækni, forrit eins og Sideline og Veo upptökutæki og fleira til að ná sem bestum árangri, og góður rekstur hjálpar til við þessa uppbyggingu.  

Einnig hafa verið keyptir tveir 9 manna bílar til þess að koma iðkendum á áfangastaði í keppnum og æfingamótum og hafa þeir verið fullnýttir síðan opnað var fyrir æfingar aftur á þessu ári. Er það liður í nýrri stefnu hjá félaginu að vera alltaf með tvo 9 manna bíla tiltæka. Hluti af ágóða af Unglingalandsmótinu var varið í þessi bílakaup og viljum við því þakka öllum sem tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd Unglingalandsmótssins á Höfn 2019 fyrir þessa bíla.

Nú er árið 2021 gengið í garð og vonandi munum við ná að halda veirunni í skefjum og halda áfram þeirri frábæru starfsemi sem á sér stað í öllum deildum félagssins, samfélaginu til heilla.  

Ársskýrsla Aðalstjórnar 2020

Ársskýrsla Blakdeildar 2020

Ársskýrsla Fimleikadeildar 2020

Ársskýrsla Frjálsíþróttadeildar 2020

Ársskýrsla Húsnæðisnefnd 2020

Ársskýrsla Knattspyrnudeildar 2020

Ársskýrsla Kraftlyftingadeildar 2020

Ársskýrsla Körfuknattleiksdeildar 2020

Ársskýrsla Rafíþróttadeild 2020

Ársskýrsla Sunddeildar 2020

Ársskýrsla Yngri flokkaráðs KND 2020