Íþróttavika Evrópu byrjar á morgun. Dagskrá vikunnar má sjá á mynd fyrir neðan. Vakin er athygli á þeirri hreyfingu sem er í boði í Sveitarfélaginu á Hornafirði fyrir fólk 16 ára og eldri. Margt er í boði og þá er Ungmennafélagið Sindri með fjölbreytt framboð innan sinna deilda sem má einnig sjá hér að neðan. Hvetjum við íbúa sveitarfélagsins að nýta sér íþróttavikuna til þess að prófa hina ýmsu hreyfingu að kostnaðarlausu. Komið og verið með!