Heimsókn frá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

  • Post category:Fréttir

Í kvöld verður verður samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs með kynningu í Nýheimum kl 20:00.  

Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi Samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.

Efni kynningarinnar er eftirfarandi; 

  • Kynning á starfi samskiptaráðgjafa.
  • Kynning á öflun upplýsinga úr sakaskrá.
  • Kynning á vinnu við samræmingu viðbragðsáætlana vegna atvika og misgerða.

UMF Sindri