Nú um síðustu helgi lauk keppni hjá mb.11 á Íslandsmótinu þennan veturinn þegar framtíð Sindra þeystist um parketið hjá Fjölnismönnum í Reykjavík. Sindri sendi tvö lið til keppni sem stóðu sig með prýði og miklar framfarir að sjá hjá krökkunum. A- liðið keppti í C-riðli og voru hársbreidd frá því að vinna sig upp um riðil eftir eins stigs tap á móti Breiðablik. Sindri sendi í fyrsta skipti í vetur B-lið til keppni og sýndi liðið stíganda í sínum leik þótt ekki hafi unnist sigur í öllum leikjum. Það sem var sammerkt með Sindrakrökkunum var að þau gáfu allt í leikina án þess að missa augun af leikgleðinni. Um næst helgi keppir svo mb. 10. ára á sínu síðasta móti og keppnisvetrinum verður svo slúttað með ferð á Egilsstaði 14.maí á Hattarmótið.
Minnibolti 11 ára klárar veturinn með stæl
- Post published:maí 8, 2022
- Post category:Fréttir