íFormi 2021 uppgjör

  • Post category:Fréttir

Um liðna helgi fór fram ÍFormi mótið hér á Höfn. Þar stóð fólki 35 ára eða eldri til boða að spreyta sig í hinum ýmsu keppnisgreinum. Í boði voru frjálsar, knattspyrna, körfubolti, badminton, golf, sund og utanvega hlaup.

Þessi viðburður var mjög vinsæll hér á árum áður og þetta er ákveðið frumkvöðlastarf að endurvekja þetta mót og búa til stemmingu aftur fyrir því hérna á Hornafirði. Í mörgum greinum má segja að það hafi verið „Akoniti“ sigur þar sem sigurinn var að mæta þrátt fyrir erfið veðurskilyrði og aðrar utanaðkomandi ástæður. Því miður náðist ekki þátttaka í knattspyrnu en sigurvegarar voru krýndir í öðrum greinum. Á Ólympíuleikunum til forna þá var „Akoniti“ sigur merki um mikla sæmd og virðingu þar sem aðrir keppendur höfðu dregið sig úr keppni og þorðu ekki að mæta sigurvegaranum þar sem hann bar af í viðkomandi keppnisgrein og átti það við um nokkrar greinar að þessu sinni hjá okkur. Allir keppendur stóðu sig hins vegar vel og viljum við þakka þeim fyrir þáttökuna. Þessi viðburður fer í reynslubankann hjá okkur og til stendur að hafa keppnina að ári og vonandi verða þá fleiri sem sjái sér fært að mæta til leiks og jafnvel hefja æfingar yfir sumarið og stunda reglulega hreyfingu sem er aðalmarkmið þessa viðburðar.

Hér fyrir neðan má sjá sigurvegara úr hverri grein.

100m hlaup kk
Gunnar Örn Reynisson
Tími 15,11 sek

Kúluvarp  kk
Björgvin Erlendsson
Lengd 9,96m

Langstökk kk
Gunnar Örn Reynisson
Lengd 3,90

Boðhlaup kk
Gunnar Örn Reynisson, Kristján Ebenezerson, Björgvin Erlendsson, Kristján Hauksson
Tími 1,17

Golf
Guðjón Björnsson
32 punktar

Fyrir Horn
Jóhann Hilmar  
75 mín

50 m bringusund kvk
Hulda Laxdal Hauksdóttir

50m skriðsund kvk
Hulda Laxdal Hauksdóttir

Badminton
Jakub Biernat
Sigurborg Jóna Björnsdóttir

Körfubolti kk
Björgvin Erlendsson, Gunnar Örn Reynisson og Kristján Hauksson