Knattspyrnudeild Sindra og Rinat í samstarf!

Knattspyrnudeild Sindra og Rinat í samstarf.

Markvörðurinn okkar Róbert Marwin Gunnarsson spilaði og æfði í Rinat hönskum allt síðasta tímabil og mun leika í Rinat 2022 ásamt öllum markmönnum mfl. Sindra. Rinat er á mikilli uppleið hér á landi. Allir þrír markmenn Íslandsmeistara Víkings nota aðeins Rinat og einnig markmenn ÍA, Keflavíkur, Selfoss, Aftureldingar og fleiri félaga.

Með þessu frábæra samstarfi fylgja afsláttarkjör fyrir alla markmenn í yngri flokkum félagsins. Afsláttur er af öllum vörum nema fylgihlutum og hægt er að skoða úrvalið og nota afsláttarkóðann á rinat.is

Saga Rinat er mjög áhugaverð og þess virði að kynna sér hana. Fyrirtækið var stofnað árið 1986 af Mexíkóanum og markmanninum Hector Castro og hafa markmannshanskarnir verið framleiddir alla tíð síðan í sömu byggingunni í Mexíkó. Rinat eru nefndir í höfuðið á markmanns goðsögninni Rinat Dasayev sem stóð á milli stanganna hjá landsliði Sovétríkjanna á níunda áratug síðustu aldar. Merkið er að ryðja sér til rúms í Evrópu og hefur verið sérstaklega vinsælt í Suður-Ameríku og margir af bestu markmönnum í Mið- og Suður-Ameríku nota þá. Rinat eru notaðir af landsliðsmarkmönnum og meðal annars í La Liga, efstu deild á Spáni og öðrum efstu deildum víðsvegar um Evrópu.

Við bjóðum Rinat á Íslandi velkomið í fótboltafjölskylduna okkar á Hornafirði!!!