Drengjalið Sindra bikarmeistarar 2017

 

Drengjaflokkur bikarmeistarar

Þann 26.febrúar var haldið bikarmót unglinga í hópfimleikum í Gerplu, Kópavogi. Fimleikadeild Sindra sendi frá sér þrjú lið, samtals 24 keppendur. Drengjalið Sindra gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn flokk með glæsibrag. Stelpurnar kepptu í tveimur 4.flokks liðum og kepptu í c.deild. Þær stóðu sig með stakri prýði. 10 lið kepptu í deildinni, Sindri b lentu í 7.sæti og voru margar hverjar á sínu fyrsta keppnismóti. Sindri a sigruðu deildina ásamt Gerplu c.

Stelpur 2Stelpur

Nokkra keppendur vantar á myndina hér til hægri.

 

11.mars var haldið WOW-bikarmótið í hópfimleikum í Stjörnunni, Garðabæ. Deildin sendi frá sér eitt lið til keppni í 1.flokk b, samtals 10 keppendur. Stelpurnar gerðu gott mót en ekki nógu góðar lendingarnar á trampólíni varð þeim að falli og enduðu þær í 4.sæti af 4 liðum. Þetta er í fyrsta skipti sem hópfimleikalið frá Sindra keppir með tvöfallt heljarstökk en það voru tvær stelpur sem gerðu það. Það er mikið fagnaðarefni að við getum keppt með stökk sem eru með hærri erfiðleika og meira krefjandi.

 

Stelpur 3

Fimleikadeildin og fimleikaþjálfarar halda í vonina að það finnist leið til að bæta aðstöðu iðkunnar á fimleikum í sýslunni. Það bætir öruggi iðkanda og þjálfara að hafa svokallaða “gryfju” þar sem iðkandi getur gert meira af krefjandi og erfiðum stökkum við minni áhættu.

 

Einar Smári Þorsteinsson yfirþjálfari fimleikadeildar Sindra