Yfirþjálfari Fimleikadeildar Sindra

  • Post category:Fréttir

 

Fimleikadeild Sindra á Höfn óskar eftir að ráða yfirþjálfara til starfa í hópfimleikum.

Fimleikadeild Sindra leitar eftir öflugum yfirþjálfara í 80% starf sem hefur brennandi áhuga og reynslu í hópfimleikum allra aldurshópa. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Fimleikadeild Sindra er staðsett á Höfn í Hornafirði og er um 450 km frá Reykjavík. Höfn er um 2500 manna sveitarfélag og hefur staðurinn upp á margt að bjóða.

Deildin telur um 120-150 iðkendur á aldrinum 2-17 ára. Einnig er boðið upp á fimleikaæfingar fyrir fullorðna. 

Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir réttan aðila. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda inn í gegnum Alfreð eða á netfangið ingibjorg0908@gmail.com fyrir 25. okt. nk. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um starfið skal senda fyrirspurn á sama netfang.

_______________________________________________________________

SINDRI GYMNASTIC CLUB – TEAM GYM HEAD COACH

Sindri gymnastic club from Iceland is looking for a teamgym coach. The coach needs to be able to spot jumps on tumbling and trampette and instruct the coach assistants as well. The same applies to teamgym floor exercises. The head coach is responsible for parent communications, planning of tours (competitions) and such, in cooperation with the board.   

Sindri is located in the town og Höfn in Hornafjörður, located 450km east of the capital, Reykjavík. Höfn is a quaint little fishing town, with around 2500 people living in the community. Höfn is located in beautiful surroundings, in the area of Vatnajökull glacier and the well known Jökulsárlón glacier lagoon.  

Sindri gymnastic club has around 120-150 participants, between the ages of 2-17 years old.  

The gymnastic season is from September 1st. until the end of May. Applications should be sent through Alfreð or to ingibjorg0908@gmail.com before october 25th. including information about education, working experience and gymnastic coaching experience. Please include references. 

 

 
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur eftir útgefnum fimleikastigum FSÍ.
Þjálfar alla hópa deildarinnar.
Ber ábyrgð á markmiðum þeirra iðkenda sem hann þjálfar.
Heldur foreldrum og forráðamönnum upplýstum um starfið með því að halda fundi og setja tilkynningar á foreldragrúbbur.
Undirbýr nemendur fyrir alla árlega viðburði sem deildin ákveður að taka  þátt í.
Sér um allt skipulag fyrir mót, sýningar og þjálfun.
Vinnur eftir reglum félagsins og er jákvæð fyrirmynd.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð reynsla af þjálfun er skilyrði.
Þjálfaramenntun sem nýtist í starfi er skilyrði: FSÍ og ÍSÍ stigin
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
Góð reynsla í að vinna með börnum.
Viðkomandi þarf að vera agaður í vinnubrögðum, búa yfir skipulagshæfileikum, vera lausnamiðaður og hafa framúrskarandi samskiptahæfileika.
Sýna frumkvæði og dugnað ásamt því að hafa mikinn metnað fyrir starfinu.
Hreint sakavottorð