1-2 desember verður námskeiðið Vertu Óstöðvandi í boði fyrir ungt fólk hér á Höfn.
Námskeiðið er hugarþjálfunar námskeið fyrir ungt fólk sem stefnir hátt. Vertu Óstöðvandi snýr í grunninn að því að styrkja sálrænan hluta íþróttafólks og þeirra sem vilja ná langt í lífinu og kynna fyrir þeim hvað það er sem sker á milli afreksfólks á hæsta stigi og allra hinna.
Kennari og fyrirlesari er Bjarni Fritzson. Hann er sálfræðimenntaður og fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handknattleik ásamt því að vera þjálfari U-20 ára landsliðsins og mfl. ÍR í handknattleik.
Á föstudeginum klukkan 12.00 til 13.00 verður Hádegisfyrirlestur fyrir foreldra í Nýheimum sem er opinn öllum og frítt inn og hægt verður að kaupa sér súpu fyrir þá sem eru svangir.
Námskeiðið -Vertu óstöðvandi- er fyrir 11-20 ára er sett upp á eftirfarandi hátt:
Föstudag kl. 15:00-17:00 Námskeið 11-13 ára (fyrri hluti) Staðsetning í Heppuskóla, gengið inn í Íþróttahúsi.
Föstudag kl. 17:00-19:00 Námskeið 14-20 ára (fyrri hluti) Staðsetning í Heppuskóla, gengið inn í Íþróttahúsi.
Laugardag kl. 10:00-12:00 Námskeið 11-13 ára (seinni hluti) Staðsetning í Heppuskóla, gengið inn í Íþróttahúsi.
Laugardag kl. 12:00-14:00 Námskeið 14-20 ára (seinni hluti) Staðsetning í Heppuskóla, gengið inn í Íþróttahúsi.
Verð aðeins 4.500 kr.
Skráning fer fram í Nora kerfinu eða með því að smella á neðangreindan tengil