20130702-211951

Ný sundlaug var vígð árið 2009 en hún leysti gömlu laugina af sem hafði þjónað Hornfirðingum frá árinu 1953. Á sundlaugarsvæðinu er að finna glæsilega 25. m. útisundlaug. Aðgengi fyrir fatlaða er gott í lauginni og er m.a. lyftustóll á laugarbakkanum. Einnig er þar barnalaug með kynjadýrum og fígúrum. Þrjár spennandi rennibrautir erum við laugina og bera þær nöfnin Lúran, Kuðungurinn og Humarinn. Heitir pottar eru tveir pottar og er annar þeirra með góðu nuddi, gufabað er einnig að finna í sundlaugarbyggingunni.  Góð sólbaðssvæði eru á laugarbakkanum.

Sundlaug3Opnunartími
Vetraropnun, 1. október –  15.maí:
Virkir dagar: 06:45 – 21:00
Helgar: 10:00 – 17:00

Sumaropnun, 15. maí – 30. september:
Virkir dagar: 06:45 – 21:00
Helgar: 10:00 – 19:00

Símanúmer sundlaugarinnar er 478-8477
netfang: sundlaug@hornafjordur.is
Facebook: https://www.facebook.com/SundlaugHafnar?fref=ts

 

Í Hoffelli í Nesjum er að finna heitt var og hafa bændur á samnefnum bæ útbúið heita potta með vatninu sem kemur úr jörðu. Við hlið pottanna er búningsaðstaða. Sjá nánar hér.