Báran2Báran var vígð í 22. desember 2012. Það var útgerðarfyrirtækið Skinney – Þinganes hf. sem lét byggja húsið. Við vígsluna afhenti Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar – Þinganess hf. Hornafjarðarbæ húsið til eignar og tók Hjalti Vignisson við lyklunum. Efnt var til nafnasamkeppni um húsið var það Salvör Dalla Hjaltadóttir, 9 ára, sem bar sigur úr bítum með nafið Báran en 140 tillögur bárust. Við vísluna blessaði sr. Gunnar Stígur Reynisson húsið og lagði Albert Eymundsson hornstein að húsinu með aðstoð eiginkonu sinnar Ástu Ásgeirsdóttur.

skinney-logo
Skinney – Þinganes

 

Húsið er 4200 fermetrar, rúmtak er 28.000 rúmmetrar og lofthæðin er 12 metrar. Knattspyrnuvöllurinn sjálfur er 70 að lengd og 50 að breidd sem gerir ekki alveg heilan völl. Völlurinn nýtist hinsvegar vel undir allskyns æfingar, hvort sem það á við um hnattspyrnu eða aðrar íþróttir. Öflug raflýsing er í húsinu en hún stýrist eftir dagsbirtunni utandyra. Húsið er afarbjart enda stórir og miklir gluggar í sitthvorum endanum á húsinu og eru rúðurnar í glugganum hert öryggisgler.

Báran-inni

Vefmyndavélar er að finna í Bárunni og hægt er að fylgjast með hér:
Vefmyndavél 1

Vefmyndavél 2

Vefmyndavél 3

Vefmyndavél 4

Húsið er opið frá kl. 7:00 á morgnana til 22:00 á kvöldin.

Um leigu á Bárunni er hægt að frá frekari upplýsingar hjá:
Valdemar Einarsson, framkvæmdarstjóri Sindra
S: 478 – 1989 / 8686865
Netfang: sindri@hfn.is

Skildu eftir svar