Stundatöflur haustins 2023 og vorsins 2024 eru tilbúnar og búið að birta hér .
Ánægjulegt er að þetta árið þrátt fyrir aukningu hjá Yngri flokkum í körfu, voru lausir tímar fyrir Miðgarð og Félag eldri borgara í stundatöflunni og fögnum við því. Tímar eru fjölbreyttir, fyrir alla aldurshópa og ættu allir að geta fundið eitthvað við hæfi í íþróttasamfélaginu þennan vetur.
Prurfuvikur eru byrjaðar og hvetjum við alla til þess að koma og prófa og sjá hvað þeim finnst skemmtilegt! Prufuvikur í sundi byrja mánudaginn 4.september og er til 17.september. Skráningar í námskeiðin týnast svo inn vikuna 4-11. september og ættu öll námskeið að vera kominn inn í lok vikunnar. Skráningin fer fram í gegnum Sportabler sem hefur verið að reynast félaginu vel. Kerfið kom inn nýtt á síðasta ári og hefur því hægt og rólega verið að koma sér inn í rútínuna hjá iðkendum. Í appinu er farið í flipann markaðstorg en einnig er hægt að finna það hér.
Að lokum eru svo hér stundatöflur fyrir bekki sem sýna allt það sem er í boði fyrir árganga í grunnskóla. Tilvalið til að prenta út og hengja upp á ísskápinn heima! en allar æfingar koma einnig í Sportabler og auðvelt að fylgjast með þar.