Sindradagurinn um helgina !

  • Post category:Fréttir

SamvinnaVið ætlum að fagna því saman að knattspyrnusumarið er hafið. Mótið er farið af stað hjá meistaraflokkunum okkar og mótin hjá yngri iðkendum alveg að bresta á. Þann 11.maí næst komandi ætlum við að gera okkur glaðan dag saman, meistaraflokkarnir ætla að mæta og gera ýmsar knattþrautir með yngri iðkendum. Það er tilvalið að fjölmenna og sýna hvað í okkur býr, ungir sem aldnir og læra af hver öðrum.

Vonandi sjáum við sem flesta laugardaginn næstkomandi í Bárunni klukkan 11:00