Rafíþróttadeild Sindra vaknar frá dvala!

  • Post category:Fréttir

Rafíþróttadeild Sindra startaði sér aftur í síðustu viku eftir að hafa legið í dvala í byrjun árs. Mikið starf hefur verið lagt í að koma deildinni í gang og var mæting í prufuviku fram úr öllum vonum! Hér má sjá bækling sem var gerður fyrir iðkenudr og foreldra til þess að kynna starfið og svo eftir prufuvikuna var tekið tillit til óska foreldra og starfið metið útfrá þátttöku. Æfingar byrja á miðvikudaginn þar sem frábærir þjálfarar taka á móti krökkunum í samvinnu við Þrykkjuna en æfingarnar fara fram í Vöruhúsinu. Skráning er nú opin á sportabler.com/shop/umfsindri