Mfl. karla og kvenna komin á sigurbraut

Um síðustu helgi léku mfl. karla og kvenna heima- og útileik í Íslandsmótinu. Bæði liðin voru í leit að sínum fyrsta sigri í deild þetta sumarið og tókst það hjá báðum okkar liðum!

Stelpurnar fóru suður með sjó og spiluðu við SR í laugardalnum. Þar var í aðalhlutverki, Federica Silvera sem skoraði þrennu fyrir Sindra. Samira og Leli með sitt hvort markið. Lokatölur 2-5 fyrir stelpunum. Næsti leikur hjá mfl. kvenna verður á Sindravelli gegn KH þann 6. júní n.k. kl. 16:00.

Strákarnir spiluðu heimaleik gegn Dalvík/Reyni sl. laugardag á Sindravöllum og báru sigur úr bítum með marki í uppbótartíma. Fyrsta mark okkar manna skoraði Mate Paponja og sigurmarkið gerði Sævar Gunnarsson úr vítaspyrnu í framlengingu. 2-1 sigur staðreynd hjá okkar mönnum og loksins komnir á blað í stigatöflunni. Næsti leikur hjá okkar mönnum verður gegn ÍH í Skessunni n.k laugardag kl. 14:00.