U19 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir EM í apríl og fer riðillinn fram í Króatíu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt leikmannahópinn. Hópurinn telur 18 leikmenn og koma þeir úr átta félögum. María Selma Haseta leikmaður Sindra er að sjálfsögðu í hópnum.
Leikdagarnir eru 5., 7. og 10 apríl og er Ísland í riðli með Króatíu, Skotlandi og Rússlandi. Liðið sem hafnar í efsta sæti kemst í úrslitakeppnina, sem fram fer í Noregi í júlí.
U19 landslið Íslands
| Nafn | Félag |
| Andrea Rán Hauksdóttir | Breiðablik |
| Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir | Breiðablik |
| Guðrún Arnardóttir | Breiðablik |
| Ingibjörg Sigurðardóttir | Breiðablik |
| Telma H. Þrastardóttir | Breiðablik |
| Eyrún Eiðsdóttir | ÍA |
| Hanna Kristín Hannesdóttir | KR |
| Hulda Ósk Jónsdóttir | KR |
| Sigríður María S. Sigurðardóttir | KR |
| Hrafnhildur Hauksdóttir | Selfoss |
| Karitas Tómasdóttir | Selfoss |
| María Selma Haseta | Sindri |
| Berglind Hrund Jónsdóttir | Stjarnan |
| Elín Metta Jensen | Valur |
| Hildur Antonsdóttir | Valur |
| Ingunn Haraldsdóttir | Valur |
| Svava Rós Guðmundsdóttir | Valur |
| Sandra María Jessen | Þór |