Í dag var sannkallaður sex stiga leikur á Sindravöllum en við áttust Sindri sem var í 10 stig fyrir leikinn og Ægir sem var með sjö stig og með sigri hefðu þeir getað klesst sér upp að Sindra í stigatölfunni. En með Sindrasigri hefðu Hornfirðingarnir getað komið sér úr miðjumoðinu.
Fyrri hluta hálfleiksins skiptust liðin á að hafa boltann án þess að skapa sér almennileg færi. Fyrsta góða færi leiksins kom svo á 24. mínútu þegar Óskar Guðjón kom af vinstri kanti, skaut fyrir utan vítateig föstu skoti en boltinn söng í slánni.
Fátt markvert gerðist eftir þetta en við áttu þónokkrar stungusendingar sem voru við það ná í gegn en voru Ægismenn ávalt á undan í boltann.
Það kom svo að því að flautað var til leikhlés eftir bragdaufann fyrri hálfleik. Það var hugsanlega þreyta í okkar mönnum eftir að vera að spila þriðja leikinn á einni viku.
Seinni hálfleikurinn byrjaði vel en strax í byrjun voru Sindramenn nálægt því að skora þegar Fijad skaut góðu skoti með jörðinni í vítateig Ægismanna en boltinn fór hárfínt framhjá.
Það var svo á 50. mínútu að Ægismenn þeyttust upp vinstri kantinn og sendu boltann inn í teig þar sem boltinn datt fyrir framan fætur Hauk Má Ólafsson sem renndi boltanum í markið fram hjá Maja. Eftir mark Ægismanna áttu bæði liðin nokkur færi sem hefðu getað orðið að marki með smá heppni en einhvernveginn virtist boltinn alltaf vilja fara röngu megin við stöngina. Við áttum þó fleiri færi en það var eins og boltinn vildi ekki inn.
Þegar leið á seinni hálfleikinn ákvað Óli Stefán að setja meiri þunga í sóknarleikinn og spilaði með þriggja manna varnarlínu en okkur tókst bara ekki að koma boltanum inn, sama hvað við reyndum. Þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma leit staðan ekki vel út fyrir okkur en þá var komið að þætti Atla Arnarsyni. Við fengum þá aukaspyrnu og eftir klafs í vítateig Ægismanna fékk Atli boltann við vítateigslínuna og sendi hann með þéttingsföstu skoti í stöngina við markvinkilinn og þaðan fór hann inn við gríðarlegan fögnuð leikmanna Sindra og áhorfenda. Þvílíkur “Screamer” hjá drengnum en hann hélt á mottunni og treyjan fékk að tolla á kroppnum.
Það var eins og við hefðum vaknað við markið og á þeim tíma sem eftir var af leiknum hefðum við svo auðveldlega getað skorað í tvígang og stolið sigrinum þvílíka óheppnin sem var hjá okkar mönnum það var bara hreint ótrúlegt. Endaði því leikurinnn með 1-1 hundfúlu jafntefli. En gleðifréttirnar voru þær að á sama tíma unnu stelpurnar sinn fyrsta leik 2-3 gegn Keflavík.
Næsti leikur er gegn Aftureldingu í efsta sætinu og því erum við að tala um annan sex stiga leik! Sá leikur verður á Humarhátíðinni þannig að eins gott að fólk mæti og verði með trylling á pöllunum og styðji liðið sitt vel
Hægt að sjá viðtöl eftir leiki hér