Nú er nýtt ár gengið í garð og byrjaði meistaraflokkur karla árið á æfingaleik við Fjarðabyggð í höllinni á Reyðarfirði.
Leikurinn var ágætlega spilaður af báðum liðum en við komumst yfir í fyrri hálfleik með marki Hilmars Þórs Kárasonar. Hann fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörn KFF og kláraði færið vel. KFF jafnaði svo leikinn úr vítaspyrnu en það gerði Víkingur PálmasonAtli Arnarsson fékk tækifæri á því að koma okkur yfir þegar hann komst tvíveigis einn á móti markmanni KFF sem sá við Atla í bæði skiptin.Það var svo undir lok leiks að Jóhann Ben skoraði sigurmark KFF úr glæsilegri aukaspyrnu. Lokatölur því 2-1 fyrir KFF
Mikið af okkar framtíðarleikmönnum eins og Þorlákur Helgi, Mirza, Arnar Freyr, Guðjón Bjarni og Kristófer Laufar, fengu að spreyta sig í þessum leik og stóðu sig frábærlega.
Næsti leikur Sindra verður við Hamar í Akraneshöllinni laugardaginn 11.janúar kl 14.00