Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 15. apríl.

  • Post category:Fréttir

Ungmennafélagið Sindri mun hefja æfingar samkvæmt stundatöflu á morgun fimmtudaginn 15. apríl.

Ungmennafélagið fagnar því að geta hafið æfingar á ný og hvetur alla til þess að viðhafa þær persónubundnu forvarnir sem Sóttvarnaryfirvöld hafa bent á, þar á meðal er að þvo sér um hendur og/eða spritta fyrir og eftir æfingar, vera heima ef einkenna verður vart og fara í test, og halda fjarlægð eftir því sem hver íþrótt gefur tilefni til og halda einnig fjarlægð utan vallar samkvæmt leiðbeiningum.

Með því að passa upp á þessi atriði verður vonandi hægt að halda áfram æfingum þar til ástandið verður yfirstaðið.

Áfram Sindri