Allar æfingar hjá iðkendum yngri en 16 ára falla niður hjá Ungmennafélaginu Sindra vikuna 16.- 23 mars samkvæmt tilmælum yfirvalda.
Æfingar hjá Meistaraflokkum (Iðkendur eldri en 16 ára) verða með breyttu sniði og verða í samræmi við tilmæli yfirvalda.
Æfingar hjá eldri iðkendum (e. Old boys) falla niður á meðan takmörkun á samkomum vegna farsóttar stendur yfir.
Ungmennafélagið hvetur alla til að halda áfram að stunda almenna hreyfingu á tímabilinu sem endra nær.
Þjálfarar munu skipuleggja æfingar sem hægt er að stunda utan almennrar æfingaaðstöðu og miðla því til sinna iðkenda.