Aðventuspjall – Halldór Steinar Kristjánsson

Á þessu ári tilkynntu þrír stórir póstar innan knattspyrnudeildar Sindra að þeir myndu yfirgefa eða hætta með Sindra. Ætlum við hér á síðunni að reyna fá þá til að svara nokkrum spurningum lesendum til gamans og jafnvel einhvers gagns. Við byrjum á dreng sem tilkynnti síðasta vor að hann hyggðist leggja takkaskóna á hilluna eftir að hafa spilað með Sindra í fjöldamörg ár.

Halldór Steinar Kristjánsson þekkja flestir sem hafa fylgst með knattspyrnunni á Hornafirði undanfarin ár. Steinar, og hann er alla jafnan kallaður, spilaði allan sinn feril með Sindra fyrir utan að hafa spilað 23 leiki með ÍR árið 2004. Steinar spilaði alls 240 leiki með Sindra og er því með þeim leikjahæstu leikmönnum liðsins.

Hvenær byrjaði Halldór Steinar að æfa knattspyrnu?

Ég er nú bara ekki alveg viss, örugglega um 5-6 ára aldur.

 

Steinar (5)Hvaða stöður hefuru aðallega leikið á vellinum?

Ég spilaði mest tvær stöður. Hægri bakvörð fyrstu og síðustu árin mín í meistaraflokk og á miðjunni í yngri flokkum og um miðjan meistaraflokksferilinn.

 

Hvenær var fyrsti meistaraflokksleikurinn?

Ég spilaði fyrsta leikinn held ég 14 ára, 1995 en komst í byrjunarliðið 1998, 17 ára eftir að Sindri vinur minn fékk heimskulegt rautt spjald og ég fékk tækifæri í hans stöðu.

 

Steinar (2)Hvaða þjálfari á þínum ferli hafði mest áhrif á þig sem leikmann? 

Ejub. Hann breytti fótboltamenningunni á Höfn. Hann gaf okkur, sem þá voru ungir og óreyndir, tækifæri og kenndi okkur hugsunarhátt sem maður býr enn að. Ég held að Óli Stefán hafi marga svipaða eiginleika en ég var nú orðin ansi gamall þegar hann kom svo að hann gat litlu bjargað í mínu tilfelli.

 

Hvaða leikur stendur uppúr á ferlinum?

Úrslitaleikurinn við Bolungarvík 1998. Þá fórum við upp í aðra deild eftir vítaspyrnukeppni og eftir að hafa verið einum manni færri stóran hluta leiksins.

 

Steinar (3)Einhverjir eftirminnanlegir leikmenn sem þú spilaðir með eða á móti á ferlinum?

Ég hef spilað með mörgum eftirminnilegum leikmönnum enda eru þeir flestir vinir mínir í dag. Mótherjar mínir hafa ekki verið eins eftirminnilegir og samherjarnir.

 

Hvað tekur nú við, er Halldór Steinar alveg hættur afskiptum af knattspyrnu?

Nei, ég hef nú mjög gaman af því að fara í fótbolta þegar tækifæri gefst. Svo stefni ég nú að því að fara í einhverja yngriflokka þjálfun.

 

Hvaða góðu ráð geturu gefið þeim sem núna eru að æfa knattspyrnu? 

Menn þurfa að gera upp við sig hversu langt þeir vilja ná og vera tilbúnir til að leggja á sig vinnu í samræmi við markmið sín.

 

Hvernig liti drauma Sindraliðið þitt út?

Cardaklija

Steinar            Cober              Gunnar I              Júlíus

Haukur I           Einar Smári

Hjalti V                                                                  Sindri

Ejub/Atli H

Ármann Smári

Markmaður:  Harjudin Cardaklija á þessa stöðu skuldlaust. Tryggði okkur ófá stig með framtíðarvörslum og stjórnaði varnarlínunni eins og herforingi.

Hægri bak: Steinar set ég í bakvörðinn með hagsmuni liðheildarinnar að leiðarljósi.

Miðverðir: Gunnar Ingi er harðasti maður sem ég þekki og ég held ég hafi ekki spilað leik með Sindra án þess að hann hafi verið í liðinu eða mjög nálægt því.  Cober  verður með Gunnari í hjarta varnarinnar.  Hann er líklega besti varnarmaður sem ég hef spilað með og sá eini sem fannst hann ekki eiga að spila framar á vellinum.

Vinstri bak: Júlíus Valgeirson stórhættulegur vinstri fótur.

Miðja: Haukur Ingi  og Einar Smári spila aftarlega á miðjunni. Gríðarlega vinnusamir og kraftmiklir þannig að ég þurfi ekki að spretta í vörn þegar ég gleymi mér í sóknarleiknum.
Fyrir framan þá er svo valið á milli Ejub eða Atla H. Þar sem Ejub er þjálfari er það í hans höndum að velja á milli.  En hvor þeirra sem verður fyrir valinu á eftir að leggja upp ófá mörk.

Hægri kantur: Hjalti Vignis á eftir að skora nokkur mörk og ekki síður vera andlegur leiðtogi liðsins.

Vinstri kantur:  Sindri Ragnars, sem ungur og villtur drengur, er alltaf að fara að fá þessa stöðu.

Frammi: Ármann Smári, mun skora um 80% marka liðsins eftir fyrirgjafir.

 

Á bekknum:

Ejub eða Atli H

Stebbi Þór og Atli A. það væri ekkert skemmtilegra en að vera í liði með þeim bræðrum ef þeir væru að berjast um sömu stöðuna.

Pálmar Hreinson mun spila á fyrir Einar Smára þegar hann verður meiddur.

Óskar „Oggi“ Óskarsson það er ekkert Sindralið án hans

Björn Pálsson mun sjá um að húmrinn í liðinu verði ekki of dýr.

Markmannsþjálfari: Óli Jóns

 

Sindramenn- og konur þakka Steinari fyrir það framlag sem hann hefur lagt til knattspyrnunnar á Hornafirði.