Stundatafla vetrarins liggur fyrir og byrjar starfið samkvæmt stundatöflu á morgun mánudaginn 25.ágúst!
Stundatöfluna má finna hér.
ATHUGIÐ að SUND, FIMLEIKAR, BLAK og RAFÍÞRÓTTIR byrja mánudaginn 1.september!!
Fyrstu tvær vikurnar eru prufuvikur og hvetjum við krakka til að koma og prófa allt sem er í boði! Fjölbreytt hreyfing stuðlar að betri íþróttafólki og heilbrigðari lífsstíl til framtíðar!


Það eru margar breytur sem þarf að taka inn í mengið við gerð stundatöflu. Fimleikarnir eru í Mánagarði og fá asktur frá skólarútunni og því þarf að taka tillit til þeirra tíma. Margir þjálfarar félagsins eru að vinna í hlutastarfi og óskir þeirra um tíma einnig teknir inn í mengið.
Lagt er upp með að börn í 1-4.bekk séu búin með sína iðkun 16:00 en því miður er einn tími sem fer 20 mín fram yfir það að þessu sinni. Einnig er reynt að hafa enga skörun á 1-4.bekk en því miður náðist það ekki hjá 4.bekk og er minni háttar skörun í stundatöflu þeirra. Þá er yngri iðkendum ávallt gefinn tími í stundatöflu fyrst og eldri iðkendur seinni hluta dags. Einnig er reynt að stýra álagi í röðun æfinga með því að hafa hvíldardaga á milli og íþróttir sem krefjast mikillar ákefðar ekki á sömu dögum.
Mikil aukning hefur verið í blakinu og fögnum við því! Æfingar fyrir 4.bekk var prófað á vorönn og ákveðið að bjóða upp á það á þessu tímabili.
Við gerð þessarar stundatöflu er ljóst að rými og staðsetning aðstöðu félagsins gerir það erfitt að standast allar þær forsendum sem við setjum okkur hér fyrir ofan. Það er því von okkar að nýtt íþróttahús rýsi sem fyrst svo fimleikarnir geti flust út á Höfn og allir hafi jöfn tækifæri til iðkunar á því fjólbreytta og góða starfi sem við bjóðum uppá!
Fullorðnistímar byrja mánudaginn 25.ágúst og leikskólatímar í sundi, fótbolta og körfu verða auglýstir sér.
Þá viljið við minna á að ávallt er hægt að hafa samband varðandi æfingargjöldin ef skörun á sér stað og barn getur aðeins mætt hlutfallslega á æfingar. Einnig er mikilvægt að láta þjálfara vita til að finna sem bestu lausn fyrir iðkandann!Æfingargjöldin koma inn eftir prufuvikurnar í abler Markaðstorgi.
Þar sem enginn starfandi framkvæmdastjóri er nú tímabundið bendum við á að allar ábendingar eða spurningar skulu beinast til viðkomandi deilda eða Aðalstjórnar. Netföng og upplýsingar um stjórnarmenn má finna á hér