Knattspyrnufólkið okkar heldur áfram að gera góða hluti með yngri landsliðum og nú er komið að stelpunum.
Hún Kristín Magdalena Barboza hefur verið að æfa með U15 ára landsliðinu í sumar og hefur hún verið valin til þess að spila með þeim á móti í Póllandi dagana 2.-9. október. Þar mæta þær Tyrklandi þann 4.okt, Póllandi 6.okt og að lokum Litháen 9.okt.
Kristín Magdalena sem er 14 ára, spilaði með 4.flokki kvk og 3.flokki kvk í sumar ásamt því að spila 13 leiki með mfl kvk. Þá skoraði hún sitt fyrsta mark með meistaraflokknum í lok sumarsins.
Það má með sanni segja að uppbyggingarstarfið sé að skila sér og við hjá knattspyrnudeild Sindra hlökkum til að fylgjast með þessari hæfileikaríku stelpu næstu árin