Knattspyrnudeild Sindra hefur samið við markmanninn og markmannsþjálfarann, Rafa Santos.
Rafa Santos er 28 ára gamall og er frá Brasilíu. Rafa hefur verið búsettur í Portúgal síðan 2013 og lék síðast með Canelas 2010 í 3. deild í Portúgal. Rafa var í U14/U15/U16 og U17 ára landsliðum Brasilíu.
Hann er ekki einungis kominn til Hafnar til að veita mörkvörðum karla liðsins samkeppni því hann mun taka að sér að þjálfa alla markmenn félagsins. Rafa er kominn með leikheimild og verður í leikmannahóp mfl. karla gegn KFS (21.5.22).
Við bjóðum Rafa Santos velkominn í Sindra!
Meistaraflokkur kvenna og karla eiga bæði leiki um helgina. Kvennaliðið spilar sinn fyrsta leik í íslandsmótinu við ÍR í Breiðholtinu kl. 14:00 og karlaliðið fer til Vestmannaeyja og spilar gegn KFS í 3. umferð í íslandsmóti.